Stelpan sem stal senunni á Möðrudal Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2012 14:22 Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna. Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna.
Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira