Laun fjármálafyrirtækjanna Í Bandaríkjunum, sem oft eru kennd við Wall Street, eru nú sögulegu hámarki, jafnvel þótt störfum hafi fækkað töluvert á undanförnum árum. Meðalárslaun venjulegs starfsmanns fjármálafyrirtækis í New York, þ.e. ekki stjórnanda, sem vinnur við tryggingaviðskipti fjármálafyrirtækja (securities), nema tæplega 362 þúsund dölum á ári, eða sem nemur 45,3 milljónum króna. Það gerir um 3,7 milljónir króna á mánuði. Frá þessu er greint á vefsíðu New York Times í dag.
Þar kemur einnig fram að launin hafi hækkað í þessum geira um 16,6 prósent á síðustu tveimur árum, en heildarlaunagreiðslur voru upp á 60 milljarða dala, eða sem nemur 7.500 milljörðum króna. Aðeins tvisvar hefur launakostnaðurinn verið hærri, árin 2007 og 2008, þegar fjármálakreppan var að magnast smám saman, sem að lokum leiddi til nær algjörs hruns á alþjóðafjármálamörkuðum haustið 2008.
Sjá má umfjöllun New York Times, um þessi mál, hér.
Launin hækka og hækka á Wall Street
Magnús Halldórsson skrifar

Mest lesið


Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu
Viðskipti innlent

Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu
Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi
Viðskipti innlent

Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið
Viðskipti erlent



Ríkið eignast hlut í Norwegian
Viðskipti erlent

Svandís tekur við Fastus lausnum
Viðskipti innlent
