Nordsjælland nýtti sér örugglega góð ráð frá Ólafi Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, þegar danska liðið var aðeins níu mínútum frá því að vinna ítölsku meistarana í Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Juve tryggði sér jafntefli í lokin. Roberto Soldado skoraði þrennu þegar Valencia stoppaði BATE-menn.
Ólafur Kristjánsson leikgreindi ítölsku meistarana fyrir Danina í Nordsjælland og tók þátt í undirbúningi liðsins með góðum árangri. Nordsjælland var búið að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni en fagnaði þarna sínu fyrsta stigi í Meistaradeildinni.
Það var Mikkel Beckmann sem skoraði mark Dananna beint úr aukspyrnu og liðinu þá í 1-0 á 50. mínútu. Mirko Vučinić jafnaði níu mínútum fyrir leikslok. Juve hefur nú gert jafntefli í þremur fyrstu Meistaradeildarleikjunum sínum en liðið er búið að ná í 22 af 24 stigum í boði í ítölsku deildinni.
Það er mikil spenna í F-riðli eftir úrslit kvölsins því á sama tíma og Bayern München vann útisigur á Lille þá stoppaði spænska liðið Valencia sigurgöngu BATE Borisov með því að vinna 2-0 sigur í Hvíta-Rússlandi. BATE Borisov, Bayern München og hafa öll sex stig þegar riðilinn er hálfnaður.
Roberto Soldado var hetja Valenica-liðsins í kvöld því hann skoraði öll mörk spænska liðsins en fyrsta markið hans kom úr vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiksins.
Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðill
Shakhtar Donetsk - Chelsea 2-1
1-0 Alex Teixeira (3.), 2-0 Fernandinho (52.), 2-1 Oscar (88.)
FC Nordsjælland - Juventus 1-1
1-0 Mikkel Beckmann (50.), 1-1 Mirko Vučinić (81.)
F-riðill
BATE Borisov - Valencia 0-3
0-1 Roberto Soldado (45.), 0-2 Roberto Soldado (55.), 0-3 Roberto Soldado (69.)
Lille - Bayern München 0-1
0-1 Thomas Müller (20.)
G-riðill
Barcelona - Celtic 2-1
0-1 Sjálfsmark Javier Mascherano (18.), 1-1 Andrés Iniesta (45.), 2-1 Jordi Alba (90.+4)
Spartak Moskva - Benfica 2-1
1-0 Rafael Carioca (3.), 1-1 Lima (33.), 2-1 Sjálfsmark Jardel (43.)
H-riðill
Manchester United - Braga 3-2
0-1 Alan (2.), 0-2 Alan (20.), 1-2 Javier Hernández (25.), 2-2 Jonny Evans (62.), 3-2 Javier Hernández (75).
Galatasaray - CFR Cluj 1-1
0-1 Sjálfsmark Dany Nounkeu (19.), 1-1 Burak Yilmaz (77.)
Nordsjælland náði í stig gegn Juve - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
