Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2012 11:47 Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum. Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum.
Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira