Lögreglan í Dortmund handtók um 200 manns fyrir leik heimamanna í borginni gegn erkifjendunum í Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Schalke fór á endanum með 2-1 sigur af hólmi en fyrir leik létu fjölmargir stuðningsmenn ófriðlega í bænum.
Það voru þó stuðningsmenn beggja liða sem létu ófriðlega fyrir leikinn. Heimamenn eru sagðir hafa grýtt lögreglumenn með smásteinum og þá mun stór hópur stuðningsmanna Schalke hafa verið með miklar óspektir á leið sinni á völlinn.
„Við viljum ekki sjá svona lagað í Dortmund," sagði lögreglustjórinn í Dortmund við þýska fjölmiðla.
Leikir þessara liða eru þekktir fyrir hatrammar deilur stuðningsmanna liðanna. Dortmund er núverandi Þýskalandsmeistari og því hefur sigur Schalke verið stuðningsmönnum þess sérstaklega sætur í dag.
Um 200 handteknir fyrir grannaslaginn í Dortmund
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
