Atvinnuleysið aldrei meira Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 23:25 Vilja ekki niðurskurð. Mynd/AFP Atvinnuleysið á evrusvæðinu er nú í söglegu hámarki og mældist það tæp tólf prósent í september. Rúmlega átján og hálf milljón var atvinnulaus í evruríkjunum sautján í septembermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat birti í dag, Atvinnuleysið mældist þannig ellefu komma sex prósent og hækkaði um núll komma eitt prósentustig frá ágústmánuði, sem þýðir að tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bættust á atvinnuleysisskrá. „Ástandið versnar sífellt og engin merki sjáanleg að það batni í þessum þremur löndum. Þvert á móti hef ég miklar áhyggjur af þessu því við verðum þess vör að þetta kemur afar illa niður á ungu fólki," segir Fabian Zuleeg, hagfræðingur. Mest mælist atvinnuleysið á Spáni, 25,8 prósent en annar hver Spánverji undir 25 ára aldri er nú án atvinnu. Jóakim Galletero er á meðal þeirra fjölmörgu Spánverja sem finnur vel fyrir ástandinu, en hann og kona hans hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ástandið er óþolandi því nú skuldum við bökunum fé, við höfum ekki getað greitt veðskuldirnar í tvo mánuði og þeir geta farið fram á útburð að þremur mánuðum liðnum. Við erum því orðin úrkula vonar," segir Joaquin. Og fjölskyldufaðirinn hefur áhyggjur af framíð sjö ára sonar síns og annarra ungmenna í landinu. „Við sjáum alls enga framtíð fyrir hann þótt hann leggi hart að sér í námi. Það skiptir ekki máli hvað hann leggur mikið á sig. Hver er framtíð hans? Hann mun verða alslaus hvort sem hann lærir eða ekki. Hann á sér enga framtíð. Hvorki við né hann," segir Joaquin. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnuleysið á evrusvæðinu er nú í söglegu hámarki og mældist það tæp tólf prósent í september. Rúmlega átján og hálf milljón var atvinnulaus í evruríkjunum sautján í septembermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat birti í dag, Atvinnuleysið mældist þannig ellefu komma sex prósent og hækkaði um núll komma eitt prósentustig frá ágústmánuði, sem þýðir að tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bættust á atvinnuleysisskrá. „Ástandið versnar sífellt og engin merki sjáanleg að það batni í þessum þremur löndum. Þvert á móti hef ég miklar áhyggjur af þessu því við verðum þess vör að þetta kemur afar illa niður á ungu fólki," segir Fabian Zuleeg, hagfræðingur. Mest mælist atvinnuleysið á Spáni, 25,8 prósent en annar hver Spánverji undir 25 ára aldri er nú án atvinnu. Jóakim Galletero er á meðal þeirra fjölmörgu Spánverja sem finnur vel fyrir ástandinu, en hann og kona hans hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ástandið er óþolandi því nú skuldum við bökunum fé, við höfum ekki getað greitt veðskuldirnar í tvo mánuði og þeir geta farið fram á útburð að þremur mánuðum liðnum. Við erum því orðin úrkula vonar," segir Joaquin. Og fjölskyldufaðirinn hefur áhyggjur af framíð sjö ára sonar síns og annarra ungmenna í landinu. „Við sjáum alls enga framtíð fyrir hann þótt hann leggi hart að sér í námi. Það skiptir ekki máli hvað hann leggur mikið á sig. Hver er framtíð hans? Hann mun verða alslaus hvort sem hann lærir eða ekki. Hann á sér enga framtíð. Hvorki við né hann," segir Joaquin.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira