Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 22:19 Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira