LA Lakers vann í nótt sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar að liðið mætti Detroit Pistons og vann, 108-79.
Lakers tapaði öllum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu og svo fyrstu þremur leikjunum eftir að keppni hófst í NBA-deildinni í síðasta mánuði.
Detroit hafði einnig tapað fyrstu leikjum sínum á tímabilinu og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Detroit hefur nú leikið þrjá leiki en tapað þeim öllum.
Dwight Howard var stigahæstur í liði Lakers í nótt og skoraði 28 stig. Kobe Bryant var með fimmtán stig og átján stoðsendingar.
Hjá Detroit var Jonas Jerebko stigahæstur með átján stig.
Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt.
Úrslitin:
LA Lakers - Detroit Pistons 108-79
New York Knicks - Philadelphia 76ers 100-84
Toronto Raptors - Minnesota Timberwolves 105-86
Orlando Magic - Phoenix Suns 115-94
Oklahoma City - Atlanta Hawks 95-104
NBA í nótt: Loksins sigur hjá Lakers
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn


Starf Amorims öruggt
Enski boltinn



Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn