Óvíst er hvenær Andrew Bynum geti spilað körfubolta á ný en hnémeiðsli tóku sig upp eftir keiluferð kappans á dögunum.
Bynum gekk í raðir Philadelphia 76ers frá LA Lakers í sumar en á enn eftir að spila með fyrrnefnda liðinu.
Hann hefur verið með brjóskskemmdir í vinstra hné sem bólgnaði upp eftir áðurnefnda keiluferð. Bynum hefur einnig verið að glíma við meiðsli í hægra hnénu og var hann í stífri meðhöndlun hjá þýskum lækni vegna meiðslanna í sumar.
„Ef þetta gerist í keilu - hvað gerist þá þegar ég stekk upp í troðslu," er haft eftir Bynum í bandarískjum fjölmiðlum.
Búist var við því að Bynum yrði leikfær á ný um miðjan desember en nú er það talið óvíst.
Meiðslin tóku sig upp í keilu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

