NBA: Kobe Bryant og Kevin Durant báðir með þrefalda tvennu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2012 09:00 Kevin Durant treður hér boltanum í körfuna í nótt. Mynd/AP Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.Kobe Bryant var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets 119-108 en Dwight Howard bætti einnig við 28 stigum og 13 fráköstum. Lakers er búið að vinna fjóra af fimm leikjum sínum síðan að Mike Brown var rekinn. Mike D'Antoni ætlaði að stjórna sínum fyrsta leik í gær en frestaði komu sinni á bekkinn. Bernie Bickerstaff stjórnaði því liðinu í fimmta leiknum í röð. Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Houston og James Harden var með 20 stig en Rockets-liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Kevin Durant var með 25 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Golden State Warriors 119-109. Þetta var fyrsta þrefalda tvenna hans á ferlinum. Russell Westbrook var með 30 stig í leiknum og Kevin Martin kom með 23 stig inn af bekknum en saman voru þeir tveir með 12 stoðsendingar, Westbrook 7 og Martin 5. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 22 stig og David Lee bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.Andray Blatche var stigahæstur þegar Brooklyn Nets fagnaði sínum fimmta sigri í röð þegar liðið vann Sacramento Kings 99-90. Nets-liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins síðan að New Jersey Nets fór alla leið í lokaúrslitin 2002-03. Deron Williams var með 14 stig og 10 stoðsendingar og MarShon Brooks skoraði 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. DeMarcus Cousins var með 29 stig hjá Sacramento.Carmelo Anthony var með 26 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann 88-76 heimasigur á Indiana Pacers en New York hafði tapað í fyrsta sinn í vetur í leiknum á undan. JR Smith skoraði 13 stig og Raymond Felton var með 11 stig og 8 stoðsendingar. Paul George skoraði 20 stig fyrir Indiana.Detroit Pistons vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið skellti Boston Celtics 103-83. Boston var að spila í fjórða sinn á fimm kvöldum og var aldrei með í leiknum. Greg Monroe skoraði 20 stig og tók 13 fráköst fyrir Detroit en Jared Sullinger var stigahæstur hjá Boston með 16 stig, Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 10 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Indiana Pacers 88-76 Toronto Raptors - Orlando Magic 97-86 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 86-79 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 90-99 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 119-109 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-83 Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 102-94 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 119-108 NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Kobe Bryant og Kevin Durant sýndu báðir fjölhæfni sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar þeir voru með þrefalda tvennu í sigrum sinna liða. Los Angeles Lakers vann í fjórða sinn í fimm leikjum og það þótt að nýi þjálfarinn Mike D'Antoni hafi frestað komu sinni á bekkinn. New York Knicks og Brooklyn Nets héldu áfram góðu gengi sínu en Boston Celtics tapaði á móti Detroit Pistons.Kobe Bryant var með 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers vann Houston Rockets 119-108 en Dwight Howard bætti einnig við 28 stigum og 13 fráköstum. Lakers er búið að vinna fjóra af fimm leikjum sínum síðan að Mike Brown var rekinn. Mike D'Antoni ætlaði að stjórna sínum fyrsta leik í gær en frestaði komu sinni á bekkinn. Bernie Bickerstaff stjórnaði því liðinu í fimmta leiknum í röð. Chandler Parsons skoraði 24 stig fyrir Houston og James Harden var með 20 stig en Rockets-liðið hefur tapað sex af síðustu átta leikjum sínum.Kevin Durant var með 25 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder vann Golden State Warriors 119-109. Þetta var fyrsta þrefalda tvenna hans á ferlinum. Russell Westbrook var með 30 stig í leiknum og Kevin Martin kom með 23 stig inn af bekknum en saman voru þeir tveir með 12 stoðsendingar, Westbrook 7 og Martin 5. Stephen Curry var stigahæstur hjá Golden State með 22 stig og David Lee bætti við 19 stigum og 10 fráköstum.Andray Blatche var stigahæstur þegar Brooklyn Nets fagnaði sínum fimmta sigri í röð þegar liðið vann Sacramento Kings 99-90. Nets-liðið hefur unnið 6 af 8 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins síðan að New Jersey Nets fór alla leið í lokaúrslitin 2002-03. Deron Williams var með 14 stig og 10 stoðsendingar og MarShon Brooks skoraði 9 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. DeMarcus Cousins var með 29 stig hjá Sacramento.Carmelo Anthony var með 26 stig og 9 fráköst þegar New York Knicks vann 88-76 heimasigur á Indiana Pacers en New York hafði tapað í fyrsta sinn í vetur í leiknum á undan. JR Smith skoraði 13 stig og Raymond Felton var með 11 stig og 8 stoðsendingar. Paul George skoraði 20 stig fyrir Indiana.Detroit Pistons vann sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu þegar liðið skellti Boston Celtics 103-83. Boston var að spila í fjórða sinn á fimm kvöldum og var aldrei með í leiknum. Greg Monroe skoraði 20 stig og tók 13 fráköst fyrir Detroit en Jared Sullinger var stigahæstur hjá Boston með 16 stig, Kevin Garnett skoraði 15 stig og Rajon Rondo var með 12 stig og 10 stoðsendingar.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Indiana Pacers 88-76 Toronto Raptors - Orlando Magic 97-86 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 86-79 Sacramento Kings - Brooklyn Nets 90-99 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 119-109 Detroit Pistons - Boston Celtics 103-83 Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 102-94 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 119-108
NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Auðun tekur við Þrótti Vogum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli