SAS flugfélagið bjargaðist fyrir horn í nótt 19. nóvember 2012 06:17 Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allar líkur eru á að SAS flugfélaginu hafi tekist að bjarga sér fyrir horn í nótt. Samningafundir við forystumenn verkalýðsfélaga starfsmanna félagsins stóðu yfir í alla nótt. Í morgun var tilkynnt að náðst hefði sögulegur samningur við verkalýðsfélög flugmanna í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og við verkalýðsfélög flugliða í Noregi og Svíþjóð. Aðeins á eftir að ganga frá samningum við verkalýðsfélag flugliða í Danmörku. Hefðu þessir samningar ekki tekist var SAS reiðubúið að lýsa sig gjaldþrota í dag. Samningarnir fela í sér verulegar kjaraskerðingar fyrir starfsmennina en þeir voru liður í umfangsmiklum sparnaðaraðgerðum félagsins. Fyrrgreindir starfsmenn munu taka á sig allt að 15% launaskerðingu, laun millistjórnenda munu lækka um 17% og forstjórinn tekur á sig 20% launalækkun. Þá mun vinnuskylda starfsmannanna aukast úr 42 tímum á viku og upp í 47,5 tíma. Auk þessa mun eftirlaunaaldurinn hækka úr 60 árum og í 65 ár. Þessir samningar og aðrar sparnaðaraðgerðir sem kynntar voru í síðustu viku eru forsenda þess að SAS fái lán frá sex bönkum upp á rúmlega 4 milljarða danskra kr. eða tæplega 90 milljarða króna til að halda rekstri sínum gangandi. Eftir að ljóst var í morgun að nær öll verkalýðsfélögin hefðu samið hækkaði verð á hlutabréfum SAS um ríflega 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira