Golf

Jimenez elsti sigurvegari í sögu Evrópumótaraðarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jimenez lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 48 ára.
Jimenez lítur ekki út fyrir að vera degi eldri en 48 ára. Nordicphotos/Getty
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez vann í dag sigur á Hong Kong Open mótinu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Jimenez er elsti kylfingurinn til þess að vinna sigur á mótaröðinni.

Jimenez, sem er 48 ára og 318 daga gamall, spilaði lokahringinn í dag á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Jimenez lauk leik samanlagt á 265 höggum eða fimmtán undir pari.

Metið var í eigu Írans Des Smuth sem sigraði á Madeira mótinu árið 2001 en hann var þá 48 ára og 34 daga gamall.

„Að vinna sigur og verða sá elsti í sögunni 48 ára gamall. Guð minn góður," sagði Jimenez á blaðamannafundi eftir bikarafhendinguna. Þetta var 19. sigur kappans á mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×