Golf

Birgir Leifur í erfiðri stöðu á úrtökumótinu í Flórída

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson er í erfiðri stöðu þegar keppni er hálfnuð á öðru stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 73 höggum í gær á Plantation Preserve vellinum í Flórída eða 2 höggum yfir pari vallar.

Birgir lék fyrsta hringinn af alls fjórum á 70 höggum og er hann því samtals á +1. Þetta skor skilar Birgi í 61.-65. sæti en alls komst 19 kylfingar af þessum velli á lokaúrtökumótið. Keppni lýkur á morgun, föstudag, en þriðji keppnishringurinn verður leikinn í dag.

Skor efstu manna á Plantation Preserve er mjög gott en Rob Oppenheim er efstur á -12. Þeir sem eru jafnir í 18.-27. sæti eru allir á 4 höggum undir pari eða 5 höggum betri en Birgir.

Nokkrir þekktir kappar eru á meðal keppenda á þessum velli. Sænski kylfingurinn Jesper Parnevik er án efa þekktastur þeirra. Hann er á parinu samtals eftir að hafa leikið báða hringina á 71 höggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×