Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt glæsilegast mark síðari ára þegar að Svíþjóð vann 4-2 sigur á Englandi í vináttulandsleik í Stokkhólmi í kvöld. Zlatan skoraði öll fjögur mörk Svía í leiknum.
Þetta var vígsluleikur Friends Arena í Stokkhólmi í kvöld og skoraði Zlatan fyrsta markið á nýja vellinum. Hann átti þó eftir að láta meira af sér kveða og kórónaði stórleikinn með ótrúlegri bakfallsspyrnu á lokamínútum leiksins.
Markið má sjá hér.
