Villeneuve: Vettel er enn barn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. nóvember 2012 14:15 Jacques Villeneuve heldur með Alonso í titilbaráttunni í ár. Hann segir Vettel enn vera barn. nordicphotos/afp Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif." Formúla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif."
Formúla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira