Ríkisstjórnir Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs undirbúa sig nú fyrir gjaldþrot SAS flugfélagsins.
Fyrstu skilaboðin frá verkalýsfélögum þeirra starfsmanna sem vinna hjá SAS eru að þau muni ekki sætta sig við miklar lækkanir á launum sínum. Þessar launalækkanir eru forsenda þess að SAS geti forðað sér frá gjaldþroti samkvæmt sparnaðaráætlun sem kynnt var fyrr í vikunni.
Verkalýðsfélög flugmanna í fyrrgreindum löndum hafa þegar sagt nei við boðuðum launalækkunum hjá flugmönnum SAS. Laun flugmanna áttu að lækka um 11% yfir línuna, samkvæmt fyrrgreindri áætlun, en flugmennirnir segjast ekki geta sætt sig við meir en rúmlega 8% lækkun.
Fleiri verkalýðsfélög hafa sagt að þau sætti sig ekki við boðaðar launalækkanir þar á meðal verkalýðsfélag flugliða í Noregi.
Ríkisstjórnir undirbúa sig fyrir gjaldþrot SAS

Mest lesið

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent


Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli
Viðskipti innlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent