Stærstu tölvuleikir allra tíma takast á 13. nóvember 2012 22:33 Það er sannarlega skammt stórra högga á milli á tölvuleikjamarkaðinum. Tveir stærstu tölvuleikir allra tíma berjast nú um hylli spilara. Skotleikurinn Call of Duty: Black Ops 2 fór í almenna sölu í gær og útlit er fyrir að hann muni slá sölumet forvera síns. Black Ops kom á markað árið 2010. Á innan við viku halaði tölvuleikurinn inn rúmlega 650 milljónum dollara eða tæpum 84 milljörðum króna. Á heimsvísu hefur tölvuleikjaiðnaðinum vaxið ásmegin undanfarin ár. Engu að síður voru heldur neikvæð teikn á lofti. Á síðustu mánuðum hefur sala á tölvuleikjum dregist heldur saman. Þannig féll sala á tölvuleikjum um 25 prósent á síðasta ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Tölvuleikjaframleiðendur geta þó tekið gleði sína á ný enda benda fyrstu tölur til að Black Ops 2 muni ráða lögum og lofum á markaðinum næstu vikur. Call of Duty tölvuleikjaröðin er sem fyrr í samkeppni við skotleikinn Halo sem framleiddur er af Microsoft. Halo 4 kom á markað í síðustu viku. Líklegt þykir að leikurinn hafi slegið met kvikmyndarinnar Harry Potter og Dauðadjásnin, Hluti II, yfir stærstu frumsýningarhelgi í afþreyingarbransanum. Þannig hefur Halo 4 halað inn tæpum 40 milljörðum á nokkrum dögum.Hægt er að sjá brot út Halo 4 hér fyrir ofan. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er sannarlega skammt stórra högga á milli á tölvuleikjamarkaðinum. Tveir stærstu tölvuleikir allra tíma berjast nú um hylli spilara. Skotleikurinn Call of Duty: Black Ops 2 fór í almenna sölu í gær og útlit er fyrir að hann muni slá sölumet forvera síns. Black Ops kom á markað árið 2010. Á innan við viku halaði tölvuleikurinn inn rúmlega 650 milljónum dollara eða tæpum 84 milljörðum króna. Á heimsvísu hefur tölvuleikjaiðnaðinum vaxið ásmegin undanfarin ár. Engu að síður voru heldur neikvæð teikn á lofti. Á síðustu mánuðum hefur sala á tölvuleikjum dregist heldur saman. Þannig féll sala á tölvuleikjum um 25 prósent á síðasta ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Tölvuleikjaframleiðendur geta þó tekið gleði sína á ný enda benda fyrstu tölur til að Black Ops 2 muni ráða lögum og lofum á markaðinum næstu vikur. Call of Duty tölvuleikjaröðin er sem fyrr í samkeppni við skotleikinn Halo sem framleiddur er af Microsoft. Halo 4 kom á markað í síðustu viku. Líklegt þykir að leikurinn hafi slegið met kvikmyndarinnar Harry Potter og Dauðadjásnin, Hluti II, yfir stærstu frumsýningarhelgi í afþreyingarbransanum. Þannig hefur Halo 4 halað inn tæpum 40 milljörðum á nokkrum dögum.Hægt er að sjá brot út Halo 4 hér fyrir ofan.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira