Ítalska félagið Roma verður að komast af án miðjumannsins Daniele de Rossi í næstu leikjum en hann var dædmur í þriggja leikja bann í dag fyrir að slá andstæðing.
De Rossi sló Stefano Mauri, leikmann Lazio, utan undir og fékk eðlilega að líta rauða spjaldið hjá dómara leiksins.
Hann er ekki bara kominn í leikbann því landsliðsþjálfarinn, Cesare Prandelli, henti honum úr landsliðshópnum fyrir þessa hegðun.
