LA Lakers er búið að ráða nýjan þjálfara í stað Mike Brown. Það er ekki Phil Jackson, eins og margir vonuðu, heldur er það Mike D'Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix og NY Knicks.
Stjórn Lakers var einróma í þeirri ákvörðun að D'Antoni væri rétti maðurinn í starfið á þessum tímapunkti. Hann mun skrifa undir þriggja ára samning síðar í dag.
Lakers ræddi þó við Jackson en launakröfur hans eru sagðar hafa verið fáranlegar.
D'Antoni hætti með Knicks í mars á þessu ári en hann vann lengi með Steve Nash, leikmanni Lakers, á sínum tíma hjá Phoenix.
D'Antoni tekur við Lakers

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti




Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
