NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn 29. nóvember 2012 09:04 Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Joe Johnson skoraði 18 stig fyrir Nets, Andray Blatche skoraði 17 og tók 13 fráköst. Paul Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, Paul Pierce skoraði 14. Rondo náði að gefa þrjár stoðsendingar áður en hann var rekinn út. Þar með lauk 37 leikja hrinu hjá honum þar sem hann hafði náð að gefa 10 stoðsendingar eða fleiri að meðaltali í leik. Hann jafnað þar með við John Stockton sem náði 37 slíkum leikjum en Rondo virtist ætla að gera atlögu að meti Magic Johnson sem náði 46 leikjum í röð með +10 stoðsendinum í leik. Washington – Portland 84-82 Tólf leikja taphrinu Washington lauk með 84-82 sigri gegn Portland og er þetta fyrsti sigurleikur Washington á tímabilinu. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington. Emeka Okafor tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 40 sek. voru eftir af leiknum. New Jersey Nets á verstu byrjun í sögu NBA deildarinnar en liðið tapaði 18 fyrstu leikjum sínum í deildinni.Oklahoma – Houston 120-98 Oklahoma átti ekki í vandræðum með Houston á heimavelli þar sem að Kevin Durant skoraði 37 stig sem er met hjá honum í vetur. Þetta var fyrsti leikur James Harden á gamla heimavellinum eftir að hann fór frá Oklahoma til Houston í leikmannaskiptum. Harden skoraði 17 stig en hann hitti aðeins úr 3 af alls 16 skotum sínum utan af velli. Patrick Patterson skoraði 27 stig fyrir Houston.Chicago – Dallas 101-78 Það gengur ekkert hjá Dallas en liðið er enn án Dirk Nowitzki sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago og hann tók 6 fráköst. Dallas hefur tapað 8 af síðustu 11 leikjum en liðið er með 7 sigurleiki og 9 tapleiki.Memphis – Toronto 103-82 Marreese Speights skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu 17 stig hvor, en Randolph tók að auki 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 16 stig en liðið hefur tapað 6 leikjum í röð. Andrea Bargnani lék ekki með Toronto vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna ökklameiðsla.Milwaukee – New York 88-102 Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York en hann lék ekkert í fjórða leikhluta. Anthony tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann lék. Anthony er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 29 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum. Steve Novak skoraði 19 stig fyrir New York og Tyson Chandler bætti við 17 stigum og tók hann 8 fráköst. Þriggja leikja taphrinu New York lauk með þessum sigri. Jason Kidd lék ekki með New York vegna meiðsla í baki.LA Clippers – Minnesota 101-95 Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir LA Clippers. Chauncey Billups lék sinn fyrsta leik með Clippers eftir að hann sleit hásin í byrjun febrúar á þessu ári. Billups skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann lék. Blake Griffin skoraði 18 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers en hann skoraði aðeins 4 stig í tapleik gegn New Orleans á mánudag – sem er lægsta stigaskor hans á ferlinum. Kevin Love skoraði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik og tekið 15,6 fráköst frá því hann hóf að leika að nýju eftir handarbrot. Detroit – Phoenix 117-77 Atlanta – Charlotte 94-91 Orlando – San Antonio 89-110 New Orleans – Utah 84-96 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Joe Johnson skoraði 18 stig fyrir Nets, Andray Blatche skoraði 17 og tók 13 fráköst. Paul Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, Paul Pierce skoraði 14. Rondo náði að gefa þrjár stoðsendingar áður en hann var rekinn út. Þar með lauk 37 leikja hrinu hjá honum þar sem hann hafði náð að gefa 10 stoðsendingar eða fleiri að meðaltali í leik. Hann jafnað þar með við John Stockton sem náði 37 slíkum leikjum en Rondo virtist ætla að gera atlögu að meti Magic Johnson sem náði 46 leikjum í röð með +10 stoðsendinum í leik. Washington – Portland 84-82 Tólf leikja taphrinu Washington lauk með 84-82 sigri gegn Portland og er þetta fyrsti sigurleikur Washington á tímabilinu. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington. Emeka Okafor tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 40 sek. voru eftir af leiknum. New Jersey Nets á verstu byrjun í sögu NBA deildarinnar en liðið tapaði 18 fyrstu leikjum sínum í deildinni.Oklahoma – Houston 120-98 Oklahoma átti ekki í vandræðum með Houston á heimavelli þar sem að Kevin Durant skoraði 37 stig sem er met hjá honum í vetur. Þetta var fyrsti leikur James Harden á gamla heimavellinum eftir að hann fór frá Oklahoma til Houston í leikmannaskiptum. Harden skoraði 17 stig en hann hitti aðeins úr 3 af alls 16 skotum sínum utan af velli. Patrick Patterson skoraði 27 stig fyrir Houston.Chicago – Dallas 101-78 Það gengur ekkert hjá Dallas en liðið er enn án Dirk Nowitzki sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago og hann tók 6 fráköst. Dallas hefur tapað 8 af síðustu 11 leikjum en liðið er með 7 sigurleiki og 9 tapleiki.Memphis – Toronto 103-82 Marreese Speights skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu 17 stig hvor, en Randolph tók að auki 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 16 stig en liðið hefur tapað 6 leikjum í röð. Andrea Bargnani lék ekki með Toronto vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna ökklameiðsla.Milwaukee – New York 88-102 Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York en hann lék ekkert í fjórða leikhluta. Anthony tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann lék. Anthony er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 29 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum. Steve Novak skoraði 19 stig fyrir New York og Tyson Chandler bætti við 17 stigum og tók hann 8 fráköst. Þriggja leikja taphrinu New York lauk með þessum sigri. Jason Kidd lék ekki með New York vegna meiðsla í baki.LA Clippers – Minnesota 101-95 Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir LA Clippers. Chauncey Billups lék sinn fyrsta leik með Clippers eftir að hann sleit hásin í byrjun febrúar á þessu ári. Billups skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann lék. Blake Griffin skoraði 18 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers en hann skoraði aðeins 4 stig í tapleik gegn New Orleans á mánudag – sem er lægsta stigaskor hans á ferlinum. Kevin Love skoraði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik og tekið 15,6 fráköst frá því hann hóf að leika að nýju eftir handarbrot. Detroit – Phoenix 117-77 Atlanta – Charlotte 94-91 Orlando – San Antonio 89-110 New Orleans – Utah 84-96
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira