Erfiður aðskilnaður móður og dóttur á Ströndum Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2012 21:41 Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar. Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Mæðgur úr Árneshreppi á Ströndum, þær Edda Hafsteinsdóttir, kaupfélagsstjóri í Norðurfirði, og fimmtán ára dóttir hennar, Júlíana Lind Guðlaugsdóttir, lýstu erfiðum aðskilnaði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, en dóttirin þurfti í haust að yfirgefa sveitina sína og flytja til frændfólks í Grafarvogshverfi í Reykjavík þar sem tíundi bekkur grunnskóla er ekki kenndur í Árneshreppi. Upphaflega stóð til að hún sækti skóla á Hólmavík, sem hefði þýtt að pabbi hennar hefði getað sótt hana á vélsleða um helgar, en sú lausn gekk ekki upp, og var þá leitað til ættingja í Reykjavík. Edda Hafsteinsdóttir lýsti blendnum tilfinningum gagnvart framtíðinni í hreppnum og viðurkenndi að hún væri meyr vegna aðskilnaðarins við einkadótturina. Fram kom að þær mæðgur væru mjög nánar og þær spjölluðu saman minnst 1-2 sinnum á dag á „skype". Dóttirin, Júlíana, hefði samt ekki viljað skipta og taka tíunda bekk í Árneshreppi þar sem núna kynntist hún mun fleiri krökkum og fjölbreyttara félagslífi í Reykjavík. Um tíma voru hún og önnur stúlka einu nemendur Finnbogastaðaskóla. Spurð hvort hún sæi fyrir sér framtíðarbúsetu í Árneshreppi kvaðst hún telja að svo gæti vel verið. „Ef ég finn mér einhvern bóndakarl, þá flyt ég sennilega norður," svaraði Júlíana hlæjandi. Hún sagði að aðskilnaðurinn væri erfiðari fyrir mömmu. „En mér finnst það líka hræðilega erfitt að vera ein." Þetta var seinni þáttur af tveimur um mannlíf í þessu fámennasta og einu afskekktasta sveitarfélagi landsins. Íbúar hreppsins eru fjörutíu í vetur og þeir virðast staðráðnir í að gera sitt til að verja byggðina. Sjónum var meðal annars beint að ferðaþjónustu, en þegar Stöðvar 2-menn heimsóttu Árneshrepp um miðjan októbermánuð, mættu þeir einnig erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum. Margrét Jónsdóttir, sem rekur gistiheimili á Bergistanga ásamt Gunnsteini Gíslasyni, eiginmanni sínum, skýrði frá því að ferðamenn væra að koma í gistingu utan sumartímans og væru alsælir, og skipti þá engu hvernig veðrið væri. Þeir færu jafnan beint i sundlaugina á Krossnesi, sem væri orðin víðfræg. Hótel Djúpavík, sem opnað var fyrir 27 árum, var lengi eina fyrirtækið í ferðaþjónustu í hreppnum en nú grípa fleiri tækifærin sem gefast, þeirra á meðal Arinbjörn Bernharðsson smiður, sem er að byggja upp gistiþjónustu á jörð sinni, Norðurfirði 1. Hjónin á Bergistanga, Margrét og Gunnsteinn, hafa líka fært út kvíarnar. Þau gerðu upp gamla kjötfrystihúsið og breyttu í gistiheimili með 20 kojum og eldunaraðstöðu og voru þokkalega ánægð með aðsóknina í sumar.
Árneshreppur Börn og uppeldi Um land allt Tengdar fréttir Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07