Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Pescara og spilaði allan leikinn þegar liðið tapaði 0-1 á heimabelli á móti Roma í ítölsku A-deildinni í dag.
Þetta var fyrsti leikur Pescara-liðsins undir stjórn Cristiano Bergodi sem tók við liðinu á dögunum af Giovanni Stroppa sem hafði ekki notað Birki í fjórum leikjum í röð.
Mattia Destro skoraði eina mark leiksins strax á fimmtu mínútu leiksins og tapið þýðir að Pescara situr í neðsta sæti deildarinnar.
Þetta er í fyrsta sinn síðan í 2. umferð 1. september þar sem Birkir klárar allar 90 mínúturnar.
Birkir fékk tækifærið hjá nýja þjálfaranum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn



