Los Angeles Lakers tapaði í fyrsta sinn undir stjórn Mike D'Antoni í nótt þegar liðið fékk 16 stiga skell á móti Sacramento Kings sem er eitt allra slakasta lið Vestursins í NBA-deildinni. D'Antoni sparaði ekki stóru orðin eftir leikinn.
„Ef við ætlum að spila „Showtime" svona þá væru þeir búnir að loka leikhúsinu. Þetta var ekki „Showtime" því þetta var frekar eins og sýning hjá Prúðuleikurunum," sagði Mike D'Antoni eftir leikinn.
Lakers-liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð og fimm af sex síðan að Mike Brown þurfti að taka pokann sinn. Í nótt sáust hinsvegar öll vandamálinu sem kostuðu hann starfið.
„Fyrri hálfleikurinn hjá okkur var einn versti körfubolti sem ég hef séð í tíu ár. Það væri eins og við værum að glíma í leðju," sagði D'Antoni sem hafði stýrt liðinu til sigurs í fyrsta leiknum kvöldið áður.
Mike D'Antoni: Þetta var eins og sýning hjá Prúðuleikurunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995
Íslenski boltinn




Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar
Enski boltinn

Starf Amorims öruggt
Enski boltinn