Íslenska 19 ára landsliðið fær í apríl tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM en liðið komst í milliriðilinn á dögunum. Í dag var dregið í riðla í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.
Íslenska liðið er í milliriðli með Finnlandi, Norður Írlandi og Portúgal en leikið verður í Portúgal, dagana 4. til 9. apríl á næsta ári. Stelpurnar tryggðu sér sæti í milliriðlum þegar þær urðu í 2. sæti í sínum riðli í Danmörku í október og það er óhætt að segja að þær geta verið lukkulegar með þennan riðil.
Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina sem fram fer í Wales í ágúst ásamt þeirri þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex.
Milliriðill 19 ára stelpnanna fer fram í Portúgal
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
