Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku.
Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.




