Lionel Messi náði ekki að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári í kvöld. Það sem meira er þá fór Messi af velli í markalausa jafnteflinu gegn Benfica.
Met Müller er 85 mörk og Messi var kominn með 84 fyrir leikinn í kvöld. Barcelona á aðeins fjóra leiki eftir af árinu.
Óvíst er hvenær Messi snýr til baka en Barcelona sagði að hann væri með mar á vinstra hnénu. Hann er á leið í frekari rannsóknir og eftir það kemur í ljós hversu alvarlega hann er meiddur.
Það væri grátlegt fyrir hann að enda árið í 84 mörkum.
