Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg ío Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld.
Samkvæmt fréttum frá Rússlandi hefur Hulk hótað því að fara frá félaginu en hann er á risasamningi hjá Zenit og á fær himinhá laun fyrir að spila með félaginu.
Hulk var ekki sáttur við þá ákvörðun Spalletti að taka hann útaf í 1-0 sigurleik Zenit gegn AC Milan á San Síró leikvanginum í Mílanó.
Spalletti ætlaði að taka í höndina á leikmanninum þegar hann gekk af velli en Hulk tók ekki undir þá kveðju og strunsaði framhjá þjálfaranum án þess að líta á hann. Því næst fór Hulk að hnakkrífast við aðstoðarmenn Spalletti í varamannaskýli liðsins.
Hinn 26 ára gamli Hulk sagði eftir leikinn að hann vildi fara frá félaginu ef samskipti hans við þjálfarann myndu ekki lagast.
Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn





