Golf

Afreks - og boðshópar GSÍ tilkynntir

Haraldur Franklín Magnús og Valdís Þóra Jónsdóttir - Íslandsmeistarar í höggleik árið 2012 á Eimskipsmótaröðinni í golfi.
Haraldur Franklín Magnús og Valdís Þóra Jónsdóttir - Íslandsmeistarar í höggleik árið 2012 á Eimskipsmótaröðinni í golfi. GSÍ.
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið í afreks-og boðhópa GSÍ (A og B), að baki valinu liggja viðmiðunarreglur afreksstefnu GSÍ. Afrekshópur A er skipaður þeim kylfingum sem sýndu hvað bestan árangur í sínum flokkum á seinasta tímabili og í boðshópi (B) verða kylfingar sem ekki skipa Team Iceland eða A hóp en falla þó undir viðmiðunarreglu. Í kringum áramót verða svo 2-6 kylfingar valdir úr A hópi til að skipa Team Iceland hópinn.

Að sögn Úlfars þá er hann ánægður með þann árangur sem náðist á árinu hér heima í mótaröðunum og einnig á mótum erlendis. Það sem stendur uppúr árangurslega í mótum erlendis er sigur Ragnars Más á Duke of York segir Úlfar.

Hann fylgdi í fótspor Guðmundar Ágústs sem hafa sýnt að við höfum getu og möguleika til að sigra á sterkum mótum. Áttunda sætið hjá Axel á EM einstaklinga, sem er eitt allra sterkasta áhugamannamót heims, er frábær árangur. Margir hafa náð mjög góðum árangri í háskólamótum nú í haust, m.a. Valdís sem sigraði á sterku móti í september.

Breiddin hefur aukist hjá Íslenskum kylfingum segir Úlfar, fleiri kylfingar eru tæknilega góðir og geta náð lágum skorum. Hinsvegar á sama þróun sér stað í nágrannalöndunum, og nýjar þjóðir sem við höfum áður kannski ekki litið á sem golfþjóðir, eru að bætast við og koma fram með mjög góða kylfinga. Sem sagt, samkeppnin eykst! Þetta þýðir, að til að ná því markmiði að komast í fremstu mótaraðir atvinnumanna, þá þarf að vinna mjög fagmannlega á öllum sviðum.

Afrekshópur GSÍ:

Konur:

Berglind Björnsdóttir, GR (fædd 1992) A, Nr. 3 í flokki 19-21 árs

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (fædd 1992), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Signý Arnórsdóttir, GK (fædd 1990), A, Efst í flokki 22 ára og eldri

Tinna Jóhannsdóttir, GK (fædd 1986), A, Nr. 2 í flokki 22 ára og eldri.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, (fædd 1989), A, Val landsliðsþjálfara.

Stúlkur 18 ára og yngri:

Sunna Víðisdóttir, GR (fædd 1994), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, (fædd 1994), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, (fædd 1995), A, Efst í flokki 17 ára.

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, (fædd 1996), A, Efst í flokki 16 ára.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, (fædd 1997), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Karlar:

Andri Þór Björnsson, GR, (fæddur 1991), A, Nr. 3 í flokki 19-21 árs.

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, (fæddur 1989), A, Val landsliðsþjálfara.

Axel Bóasson, GK, (fæddur 1990), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, (fæddur 1976), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, (fæddur 1992), A, Val landsliðsþjálfara.

Haraldur Franklín Magnús, GR, (fæddur 1991), A, Efstur í flokki 19-21 árs.

Kristján Þór Einarsson, GK, (fæddur 1988), A, Val landsliðsþjálfara.

Ólafur Björn Loftsson, NK, (fæddur 1987), A, Val landsliðsþjálfara.

Rúnar Arnórsson, GK, (fæddur 1992), A, Nr. 2 í flokki 19-21 árs.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, (fæddur 1987), A, nr. 2 í flokki 22 ára og eldri.

Piltar 18 ára og yngri:

Bjarki Pétursson, GB, (fæddur 1994), A, Nr. 2 í flokki 18 ára

Ragnar Már Garðarsson, GKG, (fæddur 1995), A, Efstur í flokki 17 ára.

Aron Snær Júlíusson, GKG, (fæddur 1996), A, Efstur í flokki 16 ára.

Birgir Björn Magnússon, GK, (fæddur 1997), A, Val landsliðsþjálfara.

Gísli Sveinbergsson, GK, (fæddur 1997), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, (fæddur 1997), A, Nr. 2 í flokki 15 ára.

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, (fæddur 1998), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Henning Darri Þórðarson, GK, (fæddur 1998), A, Efstur í flokki 14 ára.

Kristján Benedikt Sveinsson, GA, (fæddur 1999), A, Afrekskylfingur skvmt viðmiðum.

Boðshópur
:

Konur:

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, (fædd 1991, B, Val landsliðsþjálfara.

Karen Guðnadóttir, GS, (fædd 1992), B, Nr. 2 í flokki 19-21 árs.

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, (fædd 1990), B, Val landsliðsþjálfara.

Stúlkur 18 ára og yngri:

Halla Björk Ragnarsdóttir, GR, (fædd 1994), B, Nr. 2 í flokki 18 ára.

Guðrún Pétursdóttir, GR, (fædd 1995), B, Nr. 2 í flokki 17 ára.

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, (fædd 1995), B, Val landsliðsþjálfara.

Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, (fædd 1996), B, Nr. 2 í flokki 16 ára.

Birta Dís Jónsdóttir, GHD, (fædd 1997), B, Nr. 2 í flokki 15 ára.

Eva Karen Björnsdóttir, GR, (fædd 1998), B, Val landsliðsþjálfara.

Saga Traustadóttir, GR, (fædd 1998), B, Efst í flokki 14 ára.

Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK (fædd 1998), B, Nr. 2 í flokki 14 ára.

Karlar:

Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, (fæddur 1985), B, Val landsliðsþjálfara.

Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, (fæddur 1988), B, Val landsliðsþjálfara.

Arnar Snær Hákonarson, GR, (fæddur 1989), B, Val landsliðsþjálfara.

Andri Már Óskarsson, GHR, (fæddur 1991), B, Val landsliðsþjálfara.

Dagur Ebenezersson, GK, (fæddur 1993), B, Val landsliðsþjálfara.

Piltar 18 ára og yngri:

Emil Þór Ragnarsson, GKG, (fæddur 1994), B, Efstur í flokki 18 ára.

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, (fæddur 1996), B, Nr. 2 í flokki 16 ára.

Atli Már Grétarsson, GK, (fæddur 1998), B, Val landsliðsþjálfara.

Eggert Kristján Kristmundsson, GR, (fæddur 1998), B, Val landsliðsþjálfara.

Helgi Snær Björgvinsson, GK, (fæddur 1998), B, Val landsliðsþjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×