Tveir leikir í NBA-deildinni í nótt voru mjög spennandi. Clippers marði eins stigs sigur á Utah og Portland hafði betur gegn Charlotte eftir framlengingu.
Chris Paul lét lítið fyrir sér fara fyrstu þrjá leikhlutana í liði Clippers en tók yfir fjórða leikhlutann er Clippers var 10 stigum undir. Paul skoraði 14 stig og gaf 9 stoðsendingar. Blake Griffin einnig frábær með 30 stig og 11 fráköst.
Mo Williams stigahæstur hjá Utah með 20 stig og 12 stoðsendingar en hann lék áður með Clippers.
LaMarcus Aldridge skoraði 25 stig og tók 13 fráköst og Nicolas Batum skoraði 5 af 17 stigum sínum í framlengingu er Portland stal sigrinum af Charlotte. Ben Gordon stigahæstur hjá Charlotte með 29 stig.
Eftir að hafa byrjað fjórða leikhlutann 0-12 hrökk Portland liðið í gang. Knúði fram framlengingu og vann leikinn.
Úrslit:
Charlotte-Portland 112-118
Detroit-Cleveland 89-79
New Orleans-Milwaukee 102-81
Denver-Toronto 113-110
Utah-LA Clippers 104-105
Golden State-Orlando 94-102
Körfubolti