Körfubolti

San Antonio Spurs þarf að greiða 30 milljónir kr. í sekt

San Antonio Spurs þarf að greiða um 30 milljónir kr. í sekt eftir að þjálfari liðsins, Gregg Popovich, ákvað að hvíla fjóra lykilmenn í stórleik gegn Miami Heat í NBA deildinni í körfubolta á dögunum.

Popovich sendi Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili heim til að þeir gætu hvílt sig eftir mikla útileikjatörn liðsins. Og léku þeir ekki gegn LeBron James og félögum í meistaraliði Miami Heat. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar var allt annað en ánægður með þessa uppákomu. Enda var leikurinn var í beinni útsendingu á landsvísu og einn af stórleikjum tímabilsins.

Popovich tjáði sig í fyrsta sinn í gær um sektina en hann var ósáttur við að lið hans þyrfti að leika fimm leiki á sjö dögum. „Ég tók þessa ákvörðun sem þjálfari og ég taldi að leikmennirnir þyrftu hvíld. NBA deildin er á annarri skoðun – þeir sjá þetta út frá viðskiptasjónarmiði. Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun," sagði Popovich.

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, sagði að NBA deildin hefði átt að hafa sektina hærri – þar sem að San Antonio hefði með þessu uppátæki skaðað ímynd deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×