Bandaríska fyrirtækið J&D segir að það hafi fundið upp jólagjöfina fyrir karlmanninn sem á allt. Um er að ræða raksápu með beikonilmi.
Fjallað er um málið á vefsíðunni ananova. Þar segir að dósin af þessari raksápu kosti um 1.800 krónur. Justin Esch sem fann upp þessa sápu segir að ekkert sé öflugra en ilmurinn af beikoni. Beikonlyktin sé lykt meistaranna.
„Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins og beikon er besti hluti morgunverðarins," segir Justin. „Afhverju ekki að lykta eins og vera í hópi þeirra bestu."
Fyrir utan raksápuna hefur Justin þróað vörur eins og beikonrósir, beikon varasalva og barnamat með beikonbragði.
Þá hefur Justin einnig sett á markaðinn líkkistu sem er vafin inn í beikon en stykkið af henni kostar um 400.000 krónur.
Jólagjöfin fyrir manninn sem á allt er raksápa með beikonilmi

Mest lesið

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent


Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent

Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað
Viðskipti innlent