Akureyri vann góðan útisigur á Aftureldingu í sextán liða úrslitum Símabikars karla í handknattleik í dag.
Gestirnir frá Akureyri leiddu með fimm mörkum í hálfleik 13-8 og héldu forystu sinni allt til loka. Úrslitin 20-25 gestunum í vil.
Jóhann Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir heimamenn en Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur gestanna með átta mörk.
Fjórir leikir fara fram í sextán liða úrslitum á morgun. Hæst ber viðureign HK og FH í Digranesi.
Akureyri hafði betur gegn Aftureldingu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1
Fleiri fréttir
