Golden State sneri aftur á heimavöll sinn eftir sjö útileiki í röð og vann sigur á lánlausu liði New Orleans Hornets í NBA-körfuboltanum í nótt.
Ryan Anderson kom af bekknum og skoraði 28 stig fyrir Hornets sem tapaði sínum áttunda leik í röð. Hornets liðið er reynslulítið og fróðlegt verður að sjá hvernig mótlætið fer í þá. Liðið hefur tapað 18 af síðustu 20 og er útlitið ekki gott.
Stríðsmennirnir frá Oakland hafa hins vegar unnið sjö af síðustu átta og erum í góðum málum. David Lee skoraði 26 stig og Klay Thompson 19 stig.
Miami vann ellefu stiga sigur á Minnesota Timberwolves í gærkvöldi þrátt fyrir að eiga ekkert í gestina í baráttunni um fráköstin.
Gestirnir frá Minnesota tóku 52 fráköst í leiknum en stjörnurnar frá Miami aðeins 24. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James 22 stig auk þess að eiga 11 stoðsendingar.
Þetta er í fyrsta skipti síðan 1994 sem lið vinnur sigur þrátt fyrir að taka svo miklu færri fráköst. Andrei Kirileinko skoraði 22 stig fyrir Minnesota.
Miami hefur nú unnið 16 leiki og tapað sex. Aðeisn Oklahoma City Thunder, L.A. Clippers og New York Knicks státa af betra sigurhlutfalli en ekkert liðanna lék í nótt.
Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur á Charlotte Bobcats í leik liðanna á vesturströndinni 101-100. Charlotte fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni en sóknin fór út um þúfur. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers.
Úrslitin í nótt
Washington Wizards 95-100 Atlanta Hawks
Cleveland Cavaliers 99-113 Toronto Raptors
Miami Heat 103-92 Minnesota Timberwolves
Brooklyn Nets 90-92 Utah Jazz
Milwaukee Bucks 98-93 Indiana Pacers
Dallas Mavericks 107-100 Philadelphia 76ers
Denver Nuggets 112-106 San Antonio Spurs
Los Angeles Lakers 101-100 Charlotte Bobcats
Golden State Warriors 103-96 New Orleans Hornets
Golden State sjóðheitt | Miami vann þrátt fyrir frákastaleysi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti



Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti