Að mati flesta körfuboltaáhugamanna þá eru það ein stærstu mistök sögunnar þegar Portland Trailblazers valdi Sam Bowie frekar en Michael Jordan í nýliðavali NBA-deildarinnar 1984.
Portland Trailblazers var með annan valrétt sumarið 1984 en það hafði komið engum á óvart að Houston Rockets byrjaði nýliðavalið á því að velja Hakeem Olajuwon. Olajuwon er einn af bestu miðherjunum í sögu NBA-deildarinnar og vann tvo titla með félaginu.
Portland-menn tóku þá afdrifaríku ákvörðun að velja miðherjann Sam Bowie frekar en Jordan. Sam Bowie var óheppinn með meiðsli á ferlinum og skoraði bara 10,9 stig að meðaltali á þeim tíu tímabilum sem hann náði þó að spila.
Chicago Bulls átti þriðja valrétt og valdi Michael Jordan sem gerbreytti gengi félagsins og varð á endanum einn besti körfuboltamaðurinn sögunnar. Jordan vann sex titla og varð tíu sinnum stigahæsti leikmaður deildarinnar sem leikmaður Chicago Bulls.
Forráðamenn Potland-liðsins hafa síðan mátt þola háðsglósur vegna þessarar óheppilegu ákvarðanar sinnar en það vissu ekki margir að þeir ætluðu sér aldrei að velja Michael Jordan.
Árið á undan valdi Portland Clyde Drexler og þá var félagið með leikmenn hjá sér eins og þá Kiki Vandeweghe og Jim Paxson á sínum snærum.
Jack Ramsay, þjálfari Portland á þessum tíma sagði í nýrri heimildamynd um Sam Bowie að nafn Jordan hafi aldrei verið upp á borðinu hjá félaginu og í sömu heimildarmynd kemur fram að félagið ætlaði að velja Charles Barkley ef Sam Bowie væri ekki í boði.
Portland ætlaði aldrei að velja Jordan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn