Frá ráðhúsinu í kvöld.DAGBÓK BORGARSTJÓRA/FACEBOOK
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hóf helgina á því að fá sér húðflúr á skrifstofu sinni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það var enginn annar en Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo eins og hann er jafnan kallaður, sem tók að sér verkefnið.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum lét Jón flúra merki bresku pönkhljómsveitarinnar Crass á hægri handlegg.