Johnson tók frákast undir körfunni eftir fyrra vítaskot hjá leikmanni Portland, Jones dómari, tók einnig um boltann, og þeir rifust hreinlega um „frákastið". Jones hafði enga þolinmæði í slíkt og vísaði Johnson út úr húsi. Leikmaðurinn var allt annað en ánægður og kastaði m.a. munngómi sem notaður er til að vernda tennurnar í átt að Jones.
Það má gera ráð fyrir að Johnson þurfi að greiða í það minnsta 3 milljónir kr. í sekt vegna atviksins. David Stern framkvæmdastjóri NBA á örugglega eftir að hækka sektina þar sem að leikmaðurinn reyndi að kasta hlutnum í dómarann.
„Þetta var barnaleg hegðun hjá okkur báðum. Við vorum báðir að rífast um boltann, og við gáfum okkur ekkert, og hegðun mín í kjölfarið var einnig barnaleg," sagði Johnson eftir leikinn sem Toronto tapaði en þetta er í fyrsta sinn á átta ára ferli hans í NBA sem hann missir stjórn á skapi sínu.
Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.