Fimmtán í röð hjá Clippers sem slátraði Celtic | Durant sjóðandi heitur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2012 08:02 Kevin Garnett og félagar voru ekki upplitsdjarfir á bekknum í nótt. Nordicphotos/Getty Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics sáu aldrei til sólar þegar liðið sótti Los Angeles Clippers heim í nótt. Heimamenn unnu öruggan sigur 106-77 og um leið sinn fimmtánda sigur í röð. Matt Barnes jafnaði sitt mesta stigaskor með 21 stigi af bekknum og félagi hans af bekknum, Jamal Crawford, bætti við 17 stigum. Chris Paul var duglegur að mata samherja sína en þetta var sjötti stórsigur Clippers í röð. „Sumir eru yfir sig hrifnir af árangri okkar en við megum ekki falla í þá gryfju. Það eru ekki sigrar í deildinni sem telja þegar uppi er staðið," sagði Paul og á greinilega við að Clippers þarf að sýna mátt sinn í úrslitakeppninni. Clippers hefur ekki unnið leik með litlum mun síðan þeir lögðu Minnesota Timberwolves með sex stigum 28. nóvember. Kevin Garnett skoraði 16 stig fyrir Boston sem hefur 50 prósent vinningshlutfall með fjórtán sigra og jafnmörg töp. „Allir í liðinu vildu sigra þá og allir reyndu að gera það á eigin spítur í stað þess að spila okkar leik," sagði óhress Doc Rivers, þjálfari Celtics, í leikslok. Oklahoma lagði DallasKevin Durant átti enn einn stórleikinn með Oklahoma Thunder sem lagði Dallas MAvericks í spennutrylli í Oklahoma. Framlengja þurfti leikinn og voru heimamenn, með Russel Westbrook í fararbroddi, sterkari í framlengingunni. Lokatölurnar urðu 111-105. Gestirnir frá Dallas höfðu átta stiga forystu fyrir lokafjórðunginn en þá tók Durant til sinna ráða. Durant nýtti sér hægagang í varnarleik Dirk Nowitzki sem enn á töluvert í land með að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Durant var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með fjörutíu stig. Darren Collison fór fyrir gestunum með 32 stig, hans mesta í búningi Dallas, en þriggja stiga karfa frá honum tryggði Dallas framlengingu. Westbrook, fyrrum liðsfélagi Collison í UCLA, skoraði átta af sextán stigum sínum í framlengingunni og heimamenn fögnuðu sigri.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira