Jólasveinarnir eru afar áberandi í desembermánuði í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn rekast á Jólasveininn við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður og þar á meðal á leikjum í atvinnumannadeildunum sínum.
Nokkrir jólasveinar voru mættir á leik Houston Rockets og Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum og settu á svið skemmtilega sýningu í hálfleik þar sem þeir tróðu boltanum í körfuna með miklum tilþrifum.
Það var reyndar gert mikið úr því vestan hafs að einn þeirra lenti í smá vandræðum í sinni troðslu en sjón er þar sögu ríkari. Það er hægt að sjá myndbrot af þessum hæfileikaríku jólasveinum hér fyrir neðan.

