Aurelio De Laurentiis, eigandi ítalska knattspyrnufélagsins Napoli, segist hafa hafnað 55 milljóna evra boði, jafnvirði níu milljarða íslenskra króna, í sóknarmanninn Edinson Cavani. De Laurentiis staðfesti þetta í viðtali við Radio Monte.
„Cavani er stríðsmaður sem felur í sér hinn sanna anda Napoli og stuðningsmanna liðsins. Þess vegna hafnaði ég tilboði upp á 55 milljónir evra," sagði eigandi félagsins sem þó greinir ekki frá hvaða félag hafi boðið í kappann.
Cavani hefur skorað þrettán mörk fyrir Napoli á tímabilinu. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir Ítalíumeisturum Juventus, en tvö stig voru dregin af bláklædda liðinu á dögunum.
„Cavani er orðinn að táknmynd endurkomu okkar," segir De Laurentiis um framherjann hárprúða frá Úrúgvæ.
Napoli hafnaði 55 milljóna punda boði í Cavani
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


