NBA-aðdáendur fá heldur betur eitthvað fyrir sinn snúð í kvöld er tvö bestu lið NBA-deildarinnar mætast í beinni á Stöð 2 Sport.
Þá taka NBA-meistarar Miami Heat á móti liði Oklahoma Thunder. Þetta eru liðin sem kepptu til úrslita um NBA-titilinn á síðustu leiktíð og eru líkleg til þess að gera það aftur enda eru þessi lið með bestan árangur í Austur- og Vesturdeild.
Útsendingin í kvöld hefst klukkan 22.30 og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport og á Sport HD.
Körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
