Umhverfið kallar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. janúar 2012 14:30 Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 ber í sér frekari hækkun sjávarborðs um allan heim. Hún er nú um 3 mm á ári, eða nálægt 10 cm á þriðjungi langrar mannsævi. Það bætir heldur í hækkunina en hitt. Ef íhaldssamar spár ganga eftir og hlýnun veðurfars verður álíka og nú má búast við 50 til 100 cm hækkun í sjó áður en öldin er úti. Verkfræðingar og yfirmenn sjóvarna hvarvetna búa sig undir dýrar og flóknar aðgerðir til þess að hindra alvarleg sjávarflóð í byggð. Víða búast menn við að þurfa að flytja að heiman. Þegar hækkun sjávarborðs fer saman við mjög hvassan vind af sjó (eins og í Noregi nú um jólin), lágan loftþrýsting og stórstraumsflóð getur hækkun sjávar við þéttbýlar strendur orðið 2-8 metrar í nokkrar klukkustundir. Miklu munar um hvern tug sentimetra sem bætist við meðalsjávarstöðuna. Þetta ætti að vekja spurningar um sjávarflóðavarnir á Íslandi og um hugsanlega þátttöku Íslands í kapphlaupi um meiri olíuvinnslu á heimsvísu. Náttúruvá á Íslandi hefur aðallega snúist um eldgos, jarðskjálfta og snjóflóð og að nokkru leyti um ofsaveður með foktjóni. Þó eru hækkandi varnargarðar úr stórgrýti til marks um að sjávarflóð þröngvi sér hægt og bítandi upp á landsmenn. Það borgar sig að undirbúa okkur nú þegar enda þótt vandinn sé enn ekki knýjandi. Um leið verður að ræða í alvöru um hve langt við viljum ganga í að ýta sífellt undir aukna losun gróðurhúsalofttegunda, bæði með aukinni notkun kolefnaeldsneytis og frekari vinnslu þess. Heimsmet Íslendinga, t.d. í samgöngum og skipaútgerð (miðað við höfðatölu) eða í hráefna- og vörunotkun, eru ekki til eftirbreytni. Áhugi á olíuvinnslu á norðurslóðum samrýmist illa staðreyndum um magn koldíoxíðs í lofti. Það eykst að hraða og magni til með stærri skrefum en sjást í jökulís eða jarðlögum, 800.000 ár aftur í tímann. Mikið sjávardýpi víðast hvar, hætta af rekís og nauðsyn þess að minnka notkun kolefniseldsneytis gera þessa fyrirhuguðu olíuvinnslu úrelta. Ísland ætti að beita sér við að vinda ofan af olíukapphlaupinu í stað þess að ætla sér að vera einn af miðpunktum þess. Höfuðáhersla á ný eldsneyti er lífsnauðsyn. Vinnsla á nýjum olíusvæðum svipar helst til athæfis sem líkt hefur verið við að pissa í skóna til að ná svolitlum yl í aðsteðjandi frosti.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun