Emil: Fer ekki frá Ítalíu á næstu árum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2012 08:00 Emil Hallfreðsson er hér í leik með Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. Það er nú í öðru sæti, einu stigi á eftir Torino, en tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku úrvalsdeildina. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust úrvalsdeildarsæti. Emil hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hann var seldur frá FH til Tottenham í Englandi í desember 2004. Þar fékk hann aldrei tækifæri með aðalliðinu en var sumarið 2006 lánaður til Malmö í Svíþjóð þar sem hann stóð sig vel. Ári síðar seldi Tottenham hann til Lyn í Noregi þar sem hann var í aðeins fáeinar vikur áður en Reggina, sem þá lék í ítölsku úrvalsdeildinni, kom skyndilega til sögunnar og keypti hann. Fyrstu tvö árin fékk hann nokkuð að spila en var svo lánaður í ensku B-deildina þar sem hann spilaði með Barnsley tímabilið 2009-2010. Eftir það sneri hann aftur til Ítalíu og var hann svo lánaður til Hellas Verona haustið 2010 sem lék þá í ítölsku C-deildinni. Liðið komst upp í B-deildina og forráðamenn liðsins hrifust af Emil. Hann var keyptur og þriggja ára samningur gerður við hann. Tímabilið í ár hefur svo verið lyginni líkast en þar að auki er Emil markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk. „Það er þykir nú þokkalegt hjá miðjumanni," segir Emil í léttum dúr við Fréttablaðið en hann hefur nánast alfarið spilað vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Þótti skrýtið að fara í C-deildinaHann segir að gengi liðsins hafi komið mörgum á óvart en ekki þó honum eða liðsfélögum hans. „Það þótti kannski skrýtið hjá mér að fara í C-deildina fyrir tveimur árum en liðið ætlaði sér beint upp og þá vissi ég að allt væri hægt. Það gekk allt upp, ég er ánægður hjá félaginu og líður ótrúlega vel hér í borginni." Hellas Verona er fornfrægt lið og varð ítalskur meistari árið 1985. Það lék síðast í efstu deild árið 2002 en uppgangur liðsins hefur verið mikill síðan Andrea Mandorlini, fyrrum varnarmaður Inter Milan, tók við stjórn þess snemma á síðasta tímabili. Þá var liðið í slæmri stöðu en hann náði að koma liðinu upp og er nú með það við topp B-deildarinnar. Emil er greinilega lykilmaður hjá Mandorlini því hann spilar alla leiki í byrjunarliði og er honum sjaldnast skipt af velli. „Hann hefur breytt miklu og leikmenn hafa náð mjög vel saman undir hans stjórn. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari í bráð og er gott til þess að vita," segir Emil en þegar hann var hjá Reggina voru þjálfaraskipti afar tíð hjá liðinu. Borgarbúar styðja HellasUm 18-20 þúsund áhorfendur eru að meðaltali á leik hjá liðinu og er það mun betur stutt af borgarbúum en Chievo – „litla" liðið í borginni sem leikur þó í úrvalsdeildinni. „Það halda allir með okkur og virðast fæstir vita af Chievo. Það er ótrúlega mikill áhugi og það er von á fleiri stuðningsmönnum til Rómar á morgun [í dag]," segir Emil en í kvöld mætir Hellas Verona stórliði Lazio á útivelli í ítölsku bikarkeppninni. Komist liðið áfram bíður væntanlega AC Milan í næstu umferð. „Við lítum á bikarinn sem bónus en það verður vissulega gaman að fá að spila aftur við þá bestu. Það er það sem maður vill gera." Fótboltinn skemmtilegri á ÍtalíuEmil segist vera hæstánægður á Ítalíu og sér ekki fyrir sér að fara annað á næstunni. „Ég er búinn að koma mér vel inn í tungumálið og menninguna og þó svo að það sé aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni sé ég ekki annað fyrir mér en að vera áfram á Ítalíu – mér finnst fótboltinn skemmtilegri hér en á til dæmis Englandi." Félagaskiptaglugginn frægi er nú opinn á Ítalíu eins og víðar og hefur Emil verið orðaður við önnur lið, eins og stórlið Napoli. „Auðvitað er gaman að heyra það en ég tek svona fregnum fyrst og fremst sem hrósi og merki þess að ég er að standa mig vel. Auðvitað myndi maður hugsa sig um ef tilboð bærist en ég tel lítið vit í öðru en að vera hér áfram. Það eru spennandi tímar fram undan." Ítalski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. Það er nú í öðru sæti, einu stigi á eftir Torino, en tvö efstu liðin komast beint upp í ítölsku úrvalsdeildina. Liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspili um eitt laust úrvalsdeildarsæti. Emil hefur verið atvinnumaður í sjö ár en hann var seldur frá FH til Tottenham í Englandi í desember 2004. Þar fékk hann aldrei tækifæri með aðalliðinu en var sumarið 2006 lánaður til Malmö í Svíþjóð þar sem hann stóð sig vel. Ári síðar seldi Tottenham hann til Lyn í Noregi þar sem hann var í aðeins fáeinar vikur áður en Reggina, sem þá lék í ítölsku úrvalsdeildinni, kom skyndilega til sögunnar og keypti hann. Fyrstu tvö árin fékk hann nokkuð að spila en var svo lánaður í ensku B-deildina þar sem hann spilaði með Barnsley tímabilið 2009-2010. Eftir það sneri hann aftur til Ítalíu og var hann svo lánaður til Hellas Verona haustið 2010 sem lék þá í ítölsku C-deildinni. Liðið komst upp í B-deildina og forráðamenn liðsins hrifust af Emil. Hann var keyptur og þriggja ára samningur gerður við hann. Tímabilið í ár hefur svo verið lyginni líkast en þar að auki er Emil markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk. „Það er þykir nú þokkalegt hjá miðjumanni," segir Emil í léttum dúr við Fréttablaðið en hann hefur nánast alfarið spilað vinstra megin á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3. Þótti skrýtið að fara í C-deildinaHann segir að gengi liðsins hafi komið mörgum á óvart en ekki þó honum eða liðsfélögum hans. „Það þótti kannski skrýtið hjá mér að fara í C-deildina fyrir tveimur árum en liðið ætlaði sér beint upp og þá vissi ég að allt væri hægt. Það gekk allt upp, ég er ánægður hjá félaginu og líður ótrúlega vel hér í borginni." Hellas Verona er fornfrægt lið og varð ítalskur meistari árið 1985. Það lék síðast í efstu deild árið 2002 en uppgangur liðsins hefur verið mikill síðan Andrea Mandorlini, fyrrum varnarmaður Inter Milan, tók við stjórn þess snemma á síðasta tímabili. Þá var liðið í slæmri stöðu en hann náði að koma liðinu upp og er nú með það við topp B-deildarinnar. Emil er greinilega lykilmaður hjá Mandorlini því hann spilar alla leiki í byrjunarliði og er honum sjaldnast skipt af velli. „Hann hefur breytt miklu og leikmenn hafa náð mjög vel saman undir hans stjórn. Ég sé ekki fyrir mér að hann fari í bráð og er gott til þess að vita," segir Emil en þegar hann var hjá Reggina voru þjálfaraskipti afar tíð hjá liðinu. Borgarbúar styðja HellasUm 18-20 þúsund áhorfendur eru að meðaltali á leik hjá liðinu og er það mun betur stutt af borgarbúum en Chievo – „litla" liðið í borginni sem leikur þó í úrvalsdeildinni. „Það halda allir með okkur og virðast fæstir vita af Chievo. Það er ótrúlega mikill áhugi og það er von á fleiri stuðningsmönnum til Rómar á morgun [í dag]," segir Emil en í kvöld mætir Hellas Verona stórliði Lazio á útivelli í ítölsku bikarkeppninni. Komist liðið áfram bíður væntanlega AC Milan í næstu umferð. „Við lítum á bikarinn sem bónus en það verður vissulega gaman að fá að spila aftur við þá bestu. Það er það sem maður vill gera." Fótboltinn skemmtilegri á ÍtalíuEmil segist vera hæstánægður á Ítalíu og sér ekki fyrir sér að fara annað á næstunni. „Ég er búinn að koma mér vel inn í tungumálið og menninguna og þó svo að það sé aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni sé ég ekki annað fyrir mér en að vera áfram á Ítalíu – mér finnst fótboltinn skemmtilegri hér en á til dæmis Englandi." Félagaskiptaglugginn frægi er nú opinn á Ítalíu eins og víðar og hefur Emil verið orðaður við önnur lið, eins og stórlið Napoli. „Auðvitað er gaman að heyra það en ég tek svona fregnum fyrst og fremst sem hrósi og merki þess að ég er að standa mig vel. Auðvitað myndi maður hugsa sig um ef tilboð bærist en ég tel lítið vit í öðru en að vera hér áfram. Það eru spennandi tímar fram undan."
Ítalski boltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira