Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli 17. janúar 2012 08:00 Þó að litlar líkur séu á að iðnaðarsaltið sem Ölgerðin seldi sé mengað, taldi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki ástæðu til að heimila sölu umframbirgða til matvælafyrirtækja. Mynd af vef Ölgerðarinnar Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. thorgils@frettabladid.is Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. Ekkert hráefni ætti að nota til matvælagerðar nema það sé sérstaklega ætlað til slíks. Það segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, í samtali við Fréttablaðið. Eins og fram hefur komið setti eftirlitið sig á móti þeirri ákvörðun Matvælastofnunar (MAST) að heimila Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja fyrr í vetur, eftir að upp komst um eðli saltsins. „Við gátum ekki skilið þessa ákvörðun,“ segir Óskar. „Við töldum að MAST hefði ekki heimild til að heimila áframhaldandi sölu hjá fyrirtæki sem er með starfsleyfi hjá okkur. Það hefði átt að upplýsa okkur um málið og þá hefðum við gengið í það.“ Óskar segir að mismunandi kröfur séu gerðar til iðnaðarsalts og salts til matvælaframleiðslu. „Við framleiðslu matarsalts eru gerðar kröfur um umgengni og geymslu vörunnar, sem þarf ekki að hlýða varðandi iðnaðarsalt. Það er geymt við aðrar aðstæður, ekki síað með sama hætti og ekki gerð krafa um eftirlit með aðskotahlutum í saltinu, enda er ekki ætlast til þess að þetta fari ofan í fólk.“ Óskar segir rétt að taka fram að málið snúist ekki um að þungmálma sé að finna í saltinu, eins og til dæmis gerst hefur í Asíu. „En saltið er ekki öruggt því að í því geta verið aðskotahlutir, til dæmis steinar, járn og annað sem er síað úr matarsalti. Því er ekki hægt að fullyrða að það sé alls engin hætta fólgin í notkun iðnaðarsalts til matvælaframleiðslu. Á þeim grunni teljum við að það sé okkar verkefni að taka afstöðu með neytendum. Ef varan er ekki örugg á hún ekki að vera á markaði.“ Heilbrigðiseftirlitið birti á sunnudag lista yfir þau fyrirtæki sem höfðu keypt iðnaðarsalt af Ölgerðinni, og var þar að finna mörg stærstu matvælafyrirtæki landsins. Neytendasamtökin hafa gagnrýnt þau fyrirtæki sem um er að ræða harðlega og sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna, meðal annars að þar lægi ábyrgðin fyrst og fremst. Sláturfélag Suðurlands (SS) er meðal þeirra sem keyptu umrædda vöru. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir í samtali við Fréttablaðið að varan hafi verið keypt í góðri trú um að hún væri ætluð til matvælaframleiðslu. „Það hafa átt sér stað mistök hjá Ölgerðinni, en það eru líka okkar mistök að kalla ekki sjálf eftir vottun frá framleiðendum saltsins.“ Steinþór segir að í kjölfar þessa máls hafi starfsreglum SS verið breytt í þá veru og tekur jafnframt fram að SS hafi ekki notað umrætt salt í framleiðslu frá marsmánuði á síðasta ári. thorgils@frettabladid.is
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent