Umræða, ekki afneitun Ögmundur Jónasson skrifar 19. janúar 2012 06:00 Fundarhöld eru stór hluti af lífi stjórnmálamanns. Það þyrfti heila grein – og væri hún lítið skemmtileg – til að fjalla um þann fjölda funda sem meðalstjórnmálamaður situr á einni viku. Sumir fundir eru venjubundnir og ef til vill takmarkað gagnlegir á meðan aðrir fundir eru líflegir og fræðandi, opna jafnvel augu þátttakenda og sá fræjum til framtíðar. Sama á við um ráðstefnur, hvort sem þær eru alþjóðlegar eða bundnar við ein landamæri. Alþjóðlegt samstarf getur hæglega hætt að snúast um innihald og farið að snúast um form, nokkuð sem ber að forðast í lengstu lög. Sjálfur hef ég haft fyrir reglu að reyna að taka ekki ótilneyddur þátt í rútínukenndum fundum á alþjóðavettvangi en að beina heldur sjónum og kröftum að fundum og ráðstefnum sem eru raunverulegur lýðræðislegur vettvangur, eða – og helst í senn – eru upplýsandi og fræðandi, hafa vekjandi áhrif á þankaganginn og viðhalda þannig frjórri hugsun. Kannski verður það þú…Þetta síðastnefnda átti við um ráðstefnu Evrópuráðsins um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Róm fyrir rúmu ári síðan. Á ráðstefnunni var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum og þær skyldur sem eru lagðar á herðar ríkjanna sem að sáttmálanum standa, en Ísland er þeirra á meðal. Það voru þó ekki eingöngu skyldur ríkja sem sjónum var beint að, heldur einnig skyldur okkar allra sem einstaklingar í samfélagi. „Kannski verður það þú sem hjálpar,“ stóð á einu póstkortanna sem Evrópuráðið dreifði og sú setning sat í mér. Eru augu mín alltaf opin? Hlusta ég á hjálparkall? Það sem er mér minnisstæðast frá ráðstefnunni eru orð ungmenna, sem höfðu verið beitt ofbeldi í æsku, um hvernig þau reyndu að kalla eftir hjálp en enginn tók í útrétta hönd þeirra. Ungmennin sögðu frá því hvernig kerfin brugðust þeim, ekki vegna ills vilja þeirra sem innan þeirra störfuðu, heldur vegna vanþekkingar á eðli og afleiðingum þeirra afbrota sem um ræddi, það er kynferðisbrota gegn börnum. Vanþekkingu er eytt með fræðslu og umræðu en henni er viðhaldið með afneitun og þögn. Okkur öllum ber skylda til að hoppa ekki á vagn þess síðarnefnda, þótt það kunni að virðast einfaldara og þægilegra til skamms tíma. Á ráðstefnu Evrópuráðsins var kallað eftir samtali við réttarkerfi, heilbrigðiskerfi og félagskerfi um kynferðislegt ofbeldi. Markmiðið er að ekkert barn þurfi að upplifa það sem ungmennin lýstu – að finnast þau hlutur á færibandi réttvísinnar, sem að lokum reyndist ekki alltaf réttvísi. Ákall um samtalHér á landi hefur orðið það mikil breyting á meðferð kynferðisbrota gegn börnum að það er nærri lagi að tala um byltingu. Vitundarvakning hefur orðið fyrir tilstilli einstaklinga og grasrótarsamtaka og réttarkerfið hefur tekið við sér með bættari lögreglurannsóknum og stofnun Barnahúss, sem litið er til sem fyrirmyndar úti í heimi. Þetta þýðir ekki að við getum látið staðar numið, það leyfist okkur ekki fyrr en ofbeldi gegn börnum hefur verið útrýmt. Því miður erum við langt fjarri því markmiði. Börn og ungmenni eru ekki ein um að hafa kallað eftir betra réttarkerfi vegna brota sem þau verða fyrir. Fullorðnir brotaþolar kynferðisofbeldis hafa vakið athygli á erfiðri reynslu sinni við að leita réttar síns. Þessu fylgir ákall um samtal: Er hægt að bæta meðferð kynferðisbrota til að treysta réttarríkið? Hverju er hægt að breyta og hverju ekki? Hver eru viðhorf okkar sem samfélags til brotaflokksins? Lita þau viðhorf meðferð þessara mála? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem verða ræddar á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem fram fer nú á föstudag en ráðstefnan er haldin af innanríkisráðuneytinu og lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Evrópuráðið og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr. Með minni aðkomu að ráðstefnunni vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar í að efla fræðslu og umræðu um þessa stóru áskorun sem réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – þarf að takast á við. Ef til vill sáir þessi ráðstefna fræjum til framtíðar, líkt og var um ráðstefnuna í Róm. Þá yrði markmiðinu með þessu litla skrefi náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fundarhöld eru stór hluti af lífi stjórnmálamanns. Það þyrfti heila grein – og væri hún lítið skemmtileg – til að fjalla um þann fjölda funda sem meðalstjórnmálamaður situr á einni viku. Sumir fundir eru venjubundnir og ef til vill takmarkað gagnlegir á meðan aðrir fundir eru líflegir og fræðandi, opna jafnvel augu þátttakenda og sá fræjum til framtíðar. Sama á við um ráðstefnur, hvort sem þær eru alþjóðlegar eða bundnar við ein landamæri. Alþjóðlegt samstarf getur hæglega hætt að snúast um innihald og farið að snúast um form, nokkuð sem ber að forðast í lengstu lög. Sjálfur hef ég haft fyrir reglu að reyna að taka ekki ótilneyddur þátt í rútínukenndum fundum á alþjóðavettvangi en að beina heldur sjónum og kröftum að fundum og ráðstefnum sem eru raunverulegur lýðræðislegur vettvangur, eða – og helst í senn – eru upplýsandi og fræðandi, hafa vekjandi áhrif á þankaganginn og viðhalda þannig frjórri hugsun. Kannski verður það þú…Þetta síðastnefnda átti við um ráðstefnu Evrópuráðsins um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem haldin var í Róm fyrir rúmu ári síðan. Á ráðstefnunni var fjallað um sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum og þær skyldur sem eru lagðar á herðar ríkjanna sem að sáttmálanum standa, en Ísland er þeirra á meðal. Það voru þó ekki eingöngu skyldur ríkja sem sjónum var beint að, heldur einnig skyldur okkar allra sem einstaklingar í samfélagi. „Kannski verður það þú sem hjálpar,“ stóð á einu póstkortanna sem Evrópuráðið dreifði og sú setning sat í mér. Eru augu mín alltaf opin? Hlusta ég á hjálparkall? Það sem er mér minnisstæðast frá ráðstefnunni eru orð ungmenna, sem höfðu verið beitt ofbeldi í æsku, um hvernig þau reyndu að kalla eftir hjálp en enginn tók í útrétta hönd þeirra. Ungmennin sögðu frá því hvernig kerfin brugðust þeim, ekki vegna ills vilja þeirra sem innan þeirra störfuðu, heldur vegna vanþekkingar á eðli og afleiðingum þeirra afbrota sem um ræddi, það er kynferðisbrota gegn börnum. Vanþekkingu er eytt með fræðslu og umræðu en henni er viðhaldið með afneitun og þögn. Okkur öllum ber skylda til að hoppa ekki á vagn þess síðarnefnda, þótt það kunni að virðast einfaldara og þægilegra til skamms tíma. Á ráðstefnu Evrópuráðsins var kallað eftir samtali við réttarkerfi, heilbrigðiskerfi og félagskerfi um kynferðislegt ofbeldi. Markmiðið er að ekkert barn þurfi að upplifa það sem ungmennin lýstu – að finnast þau hlutur á færibandi réttvísinnar, sem að lokum reyndist ekki alltaf réttvísi. Ákall um samtalHér á landi hefur orðið það mikil breyting á meðferð kynferðisbrota gegn börnum að það er nærri lagi að tala um byltingu. Vitundarvakning hefur orðið fyrir tilstilli einstaklinga og grasrótarsamtaka og réttarkerfið hefur tekið við sér með bættari lögreglurannsóknum og stofnun Barnahúss, sem litið er til sem fyrirmyndar úti í heimi. Þetta þýðir ekki að við getum látið staðar numið, það leyfist okkur ekki fyrr en ofbeldi gegn börnum hefur verið útrýmt. Því miður erum við langt fjarri því markmiði. Börn og ungmenni eru ekki ein um að hafa kallað eftir betra réttarkerfi vegna brota sem þau verða fyrir. Fullorðnir brotaþolar kynferðisofbeldis hafa vakið athygli á erfiðri reynslu sinni við að leita réttar síns. Þessu fylgir ákall um samtal: Er hægt að bæta meðferð kynferðisbrota til að treysta réttarríkið? Hverju er hægt að breyta og hverju ekki? Hver eru viðhorf okkar sem samfélags til brotaflokksins? Lita þau viðhorf meðferð þessara mála? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem verða ræddar á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota sem fram fer nú á föstudag en ráðstefnan er haldin af innanríkisráðuneytinu og lagadeild Háskóla Íslands í samvinnu við Evrópuráðið og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr. Með minni aðkomu að ráðstefnunni vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar í að efla fræðslu og umræðu um þessa stóru áskorun sem réttarkerfið – og samfélagið í heild sinni – þarf að takast á við. Ef til vill sáir þessi ráðstefna fræjum til framtíðar, líkt og var um ráðstefnuna í Róm. Þá yrði markmiðinu með þessu litla skrefi náð.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun