Að sniðganga besta kostinn 25. janúar 2012 06:00 Starfsemi Barnahúss hefur staðið frá árinu 1998. Hlutverk þess er að sinna málum barna sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreiti. Fljótlega eftir að starfsemi hússins hófst kom í ljós góður árangur af starfinu og starfið í húsinu hefur á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess fengið viðurkenningar og verið fyrirmynd að sambærilegum húsum í öðrum löndum. Forstjóri Barnaverndarstofu greindi í erindi sínu á á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota frá nýrri rannsókn Barnaverndarstofu sem sýnir að börn sem þarf að taka af skýrslu vegna kynferðisbrota eru ánægðari með upplifun sína í Barnahúsi en í húsakynnum dómstóla. Könnuð var ánægja með skýrslutöku, viðhorf til þeirra sem skýrslurnar tóku og ánægja með upplýsingar bæði fyrir og eftir skýrslutöku. Þá var spurt um líðan eftir skýrslutöku og hvort viðkomandi hefði þótt erfitt að bera vitni. Allar voru niðurstöðurnar á einn veg að ánægja og líðan var betri í tengslum við skýrslutöku í Barnahúsi en þegar hún fer fram í dómhúsi. Þegar kynferðisbrot gegn barni er rannsakað af lögreglu fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara sem komast því miður ekki alltaf að þeirri niðurstöðu að hún eigi að eiga sér stað í Barnahúsi. Í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur til að mynda verið komið upp sérstakri aðstöðu til að yfirheyra börn sem lítur vel út við fyrstu sýn en hlýtur að sæta furðu í ljósi þess að besti kosturinn er í boði í næsta nágrenni. Eins og Bragi bendir á í frétt blaðsins í gær skiptir það sköpum að taka skýrslur af börnum við bestu mögulegu aðstæður. Það skiptir máli fyrir líðan barnsins, eins og gefur augaleið, en líka fyrir rannsókn máls, því að þeim mun betur sem barninu líður við skýrslutökur þeim mun meiri líkur eru á að fá skýra og ítarlega tjáningu þess. Í ljósi þessa er það undrunarefni að lögregla og dómstólar skuli ekki alltaf leita til Barnahúss þegar barn þarf að greina frá kynferðisbrotum sem það hefur verið beitt. Hér er það besta í boði en það er ekki nýtt í öllum tilvikum þótt um sé að ræða svívirðileg brot gegn börnum. Dæmi eru einnig um að það hafi spillt málum að láta barn ítrekað greina frá ofbeldi áður en það gefur skýrslu í Barnahúsi. Skemmst er að minnast hæstaréttardóms frá fyrri hluta síðasta árs þegar maður var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára barni. Í því tilviki gaf barnið vissulega skýrslu í Barnahúsi en ekki fyrr en rúmum mánuði eftir að það greindi lögreglu fyrst frá málinu. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það greina frá atburðinum. Sá gangur mála var talinn rýra sönnunargildi vitnisburðar barnsins. Í landi þar sem til er Barnahús sem hefur verið fyrirmynd sambærilegra húsa víða um heim ætti slíkt aldrei að gerast. Sömuleiðis sætir furðu að stærsti dómstóll landsins skuli ekki taka þjónustu Barnahúss fagnandi í hverju því máli sem snýst um kynferðisbrot gegn barni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Starfsemi Barnahúss hefur staðið frá árinu 1998. Hlutverk þess er að sinna málum barna sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreiti. Fljótlega eftir að starfsemi hússins hófst kom í ljós góður árangur af starfinu og starfið í húsinu hefur á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess fengið viðurkenningar og verið fyrirmynd að sambærilegum húsum í öðrum löndum. Forstjóri Barnaverndarstofu greindi í erindi sínu á á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota frá nýrri rannsókn Barnaverndarstofu sem sýnir að börn sem þarf að taka af skýrslu vegna kynferðisbrota eru ánægðari með upplifun sína í Barnahúsi en í húsakynnum dómstóla. Könnuð var ánægja með skýrslutöku, viðhorf til þeirra sem skýrslurnar tóku og ánægja með upplýsingar bæði fyrir og eftir skýrslutöku. Þá var spurt um líðan eftir skýrslutöku og hvort viðkomandi hefði þótt erfitt að bera vitni. Allar voru niðurstöðurnar á einn veg að ánægja og líðan var betri í tengslum við skýrslutöku í Barnahúsi en þegar hún fer fram í dómhúsi. Þegar kynferðisbrot gegn barni er rannsakað af lögreglu fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara sem komast því miður ekki alltaf að þeirri niðurstöðu að hún eigi að eiga sér stað í Barnahúsi. Í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur til að mynda verið komið upp sérstakri aðstöðu til að yfirheyra börn sem lítur vel út við fyrstu sýn en hlýtur að sæta furðu í ljósi þess að besti kosturinn er í boði í næsta nágrenni. Eins og Bragi bendir á í frétt blaðsins í gær skiptir það sköpum að taka skýrslur af börnum við bestu mögulegu aðstæður. Það skiptir máli fyrir líðan barnsins, eins og gefur augaleið, en líka fyrir rannsókn máls, því að þeim mun betur sem barninu líður við skýrslutökur þeim mun meiri líkur eru á að fá skýra og ítarlega tjáningu þess. Í ljósi þessa er það undrunarefni að lögregla og dómstólar skuli ekki alltaf leita til Barnahúss þegar barn þarf að greina frá kynferðisbrotum sem það hefur verið beitt. Hér er það besta í boði en það er ekki nýtt í öllum tilvikum þótt um sé að ræða svívirðileg brot gegn börnum. Dæmi eru einnig um að það hafi spillt málum að láta barn ítrekað greina frá ofbeldi áður en það gefur skýrslu í Barnahúsi. Skemmst er að minnast hæstaréttardóms frá fyrri hluta síðasta árs þegar maður var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn fimm ára barni. Í því tilviki gaf barnið vissulega skýrslu í Barnahúsi en ekki fyrr en rúmum mánuði eftir að það greindi lögreglu fyrst frá málinu. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það greina frá atburðinum. Sá gangur mála var talinn rýra sönnunargildi vitnisburðar barnsins. Í landi þar sem til er Barnahús sem hefur verið fyrirmynd sambærilegra húsa víða um heim ætti slíkt aldrei að gerast. Sömuleiðis sætir furðu að stærsti dómstóll landsins skuli ekki taka þjónustu Barnahúss fagnandi í hverju því máli sem snýst um kynferðisbrot gegn barni.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun