Leggur mikla áherslu á auðmannaskattinn 26. janúar 2012 01:00 Slær ekki af Barack Obama forseti varði verk sín á kjörtímabilinu og boðaði sérstakan auðmannaskatt sem kenndur er við Warren Buffet. Fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira