Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde Arnbjörg Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun