Victoria Beckham hefur snúið aftur í sviðsljósið eftir barnsburð en hún prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs japönsku útgáfu blaðsins Numéro. Aðeins sjö mánuðir eru síðan Becham eignaðist sitt fjórða barn, dótturina Harper Seven, og greinilegt að Beckham ætlar ekki að slá slöku við.
Auk þessa að sitja fyrir, á undirfötunum, í tímaritinu er Beckham að undirbúa sína næstu fatalínu, Victoria by Victoria Beckham en fatnaðurinn á að koma í verslanir í febrúar. Fatalínan er í ódýrari kantinum og á að höfða til yngri markhóps en þar má meðal annars sjá stutta munstraða kjóla og mikla litadýrð.
