Geri mér aldrei væntingar um sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2012 08:00 Halldór Helgason í brekkunni. Mynd/Nordic Photos/Getty Halldór Helgason er aðeins 21 árs gamall en er þrátt fyrir það einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Íþróttin er þó ekki sú þekktasta á Íslandi en innan síns geira er Halldór vel þekktur á heimsvísu. Fyrir tveimur árum síðan keppti hann á hinum svokölluðu Winter X Games í Bandaríkjunum og vann þar gull í grein sem nefnist Big Air. Hann keppir á leikunum aftur um helgina og freistar þess að endurheimta gullið sem hann missti í fyrra. Reyndar gerir hann sér sjálfur engar væntingar um sigur. „Í rauninni er ég ekkert mjög vel stemmdur fyrir þá keppni. Ég hef bara verið á handriðum og að taka upp efni á myndband innanbæjar síðustu mánuðina. Ég er því svolítið eftir á í stökkum eins og er," segir Halldór, en keppni í Big Air gengur út á að stökkva af stórum palli og framkvæma kúnstir í loftinu – ekki ólíkt dýfingum í sundi. Gæti keppt á ÓlympíuleikumMynd/AFPHalldór keppir einnig í grein sem nefnist Slopestyle, sem verður keppnisgrein í fyrsta sinn á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi árið 2014. Sú grein líkist ef til vill hefðbundnum skíðaíþróttum meira þar sem keppendur fara niður brekku og framkvæma mismunandi kúnstir með því að stökkva af pöllum og yfir ýmsar hindranir. Í Big Air er „aðeins" eitt stökk en keppendur í Slopestyle þurfa að framkvæma 6-8 brögð í hverri ferð. Í báðum greinum eru gefin stig fyrir framkvæmd og stíl og sá stigahæsti hverju sinni ber sigur úr býtum. En það sem aðskilur Halldór frá flestum öðrum íþróttamönnum er að í hans huga er það ekki aðalatriðið að vinna – verða bestur eða fá gull um hálsinn. „Ég reyni frekar að skemmta mér og hafa gaman. Ég reyni mitt besta og sé svo til hvað gerist. Ef maður stefnir á sigur og það tekst ekki verður maður auðvitað fyrir vonbrigðum. Mér finnst auðvitað gaman að vinna en ef ég verð neðstur þá er það í lagi líka," segir Halldór. Hann útilokar þó ekki að keppa á Ólympíuleikum fyrst búið er að gera Slopestyle að keppnisgrein. „En þá þarf ég að huga að ýmsu sem ég nenni ekki að hugsa um – landslið og fleira sem ég skil ekkert í. Eða þá að hafa þjálfara sem ég er alls ekki hrifinn af. Ég vil frekar vera á eigin vegum og gera það sem ég vil sjálfur gera," segir Halldór en bætir við: „En það eru tvö ár í leikana og maður sér til hvað gerist. Ég útiloka ekki neitt." Sveitapiltur úr EyjafirðiMynd/Nordic Photos/GettyHalldór er úr Hörgársveit í Eyjafirði og ólst upp á bænum Sílastöðum. Eftir útskrift úr grunnskóla hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann fór í snjóbrettaskóla. Þar var hann í þrjú ár og fékk sína fyrstu styrktaraðila. Síðan þá hefur hann verið atvinnumaður í íþóttinni og er nú á sínu fjórða ári. „Þetta hefur gerst mjög hratt hjá mér. Mun hraðar en ég hafði nokkru sinni getað ímyndað mér," segir Halldór en bróðir hans, Eiríkur, lifir líka á íþróttinni og saman ferðast þeir um heiminn gera það sem þeim finnst skemmtilegast. Á snjóbrettaíþróttinni eru í raun tvær meginhliðar. Annars vegar keppnisíþróttin og hins vegar framleiðsla á snjóbrettamyndum. Halldór gerir hvort tveggja en Eiríkur keppir reyndar ekki. Þeir gerðu síðast myndina Sexual Snowboarding, ásamt Gulla Guðmundssyni, æskufélaga sínum, sem má sjá á heimasíðu þeirra, www.helgasons.com. Þá hafa þeir bræður í samstarfi við aðra rekið framleiðslu á ýmsum snjóbrettavörum undir nokkrum vörumerkjum, svo sem snjóbrettum og ýmiss konar fatnaði. Leigja íbúð í MónakóMynd/Nordic Photos/GettyÞegar þeir eru svo ekki að flakka um heiminn búa þeir í íbúð sem þeir leigja í Mónakó á suðurströnd Frakklands. Lífið er því ekki amalegt hjá þessum ungu bræður. „Þetta er bara mín vinna – það eina sem ég geri. Það er auðvitað frábært að fá að vinna við áhugamálið sitt enda hef ég rennt mér á bretti síðan ég var pínulítill," segir Halldór. „Ég get ekki kvartað." Erlendar Innlendar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Halldór Helgason er aðeins 21 árs gamall en er þrátt fyrir það einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Íþróttin er þó ekki sú þekktasta á Íslandi en innan síns geira er Halldór vel þekktur á heimsvísu. Fyrir tveimur árum síðan keppti hann á hinum svokölluðu Winter X Games í Bandaríkjunum og vann þar gull í grein sem nefnist Big Air. Hann keppir á leikunum aftur um helgina og freistar þess að endurheimta gullið sem hann missti í fyrra. Reyndar gerir hann sér sjálfur engar væntingar um sigur. „Í rauninni er ég ekkert mjög vel stemmdur fyrir þá keppni. Ég hef bara verið á handriðum og að taka upp efni á myndband innanbæjar síðustu mánuðina. Ég er því svolítið eftir á í stökkum eins og er," segir Halldór, en keppni í Big Air gengur út á að stökkva af stórum palli og framkvæma kúnstir í loftinu – ekki ólíkt dýfingum í sundi. Gæti keppt á ÓlympíuleikumMynd/AFPHalldór keppir einnig í grein sem nefnist Slopestyle, sem verður keppnisgrein í fyrsta sinn á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi árið 2014. Sú grein líkist ef til vill hefðbundnum skíðaíþróttum meira þar sem keppendur fara niður brekku og framkvæma mismunandi kúnstir með því að stökkva af pöllum og yfir ýmsar hindranir. Í Big Air er „aðeins" eitt stökk en keppendur í Slopestyle þurfa að framkvæma 6-8 brögð í hverri ferð. Í báðum greinum eru gefin stig fyrir framkvæmd og stíl og sá stigahæsti hverju sinni ber sigur úr býtum. En það sem aðskilur Halldór frá flestum öðrum íþróttamönnum er að í hans huga er það ekki aðalatriðið að vinna – verða bestur eða fá gull um hálsinn. „Ég reyni frekar að skemmta mér og hafa gaman. Ég reyni mitt besta og sé svo til hvað gerist. Ef maður stefnir á sigur og það tekst ekki verður maður auðvitað fyrir vonbrigðum. Mér finnst auðvitað gaman að vinna en ef ég verð neðstur þá er það í lagi líka," segir Halldór. Hann útilokar þó ekki að keppa á Ólympíuleikum fyrst búið er að gera Slopestyle að keppnisgrein. „En þá þarf ég að huga að ýmsu sem ég nenni ekki að hugsa um – landslið og fleira sem ég skil ekkert í. Eða þá að hafa þjálfara sem ég er alls ekki hrifinn af. Ég vil frekar vera á eigin vegum og gera það sem ég vil sjálfur gera," segir Halldór en bætir við: „En það eru tvö ár í leikana og maður sér til hvað gerist. Ég útiloka ekki neitt." Sveitapiltur úr EyjafirðiMynd/Nordic Photos/GettyHalldór er úr Hörgársveit í Eyjafirði og ólst upp á bænum Sílastöðum. Eftir útskrift úr grunnskóla hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann fór í snjóbrettaskóla. Þar var hann í þrjú ár og fékk sína fyrstu styrktaraðila. Síðan þá hefur hann verið atvinnumaður í íþóttinni og er nú á sínu fjórða ári. „Þetta hefur gerst mjög hratt hjá mér. Mun hraðar en ég hafði nokkru sinni getað ímyndað mér," segir Halldór en bróðir hans, Eiríkur, lifir líka á íþróttinni og saman ferðast þeir um heiminn gera það sem þeim finnst skemmtilegast. Á snjóbrettaíþróttinni eru í raun tvær meginhliðar. Annars vegar keppnisíþróttin og hins vegar framleiðsla á snjóbrettamyndum. Halldór gerir hvort tveggja en Eiríkur keppir reyndar ekki. Þeir gerðu síðast myndina Sexual Snowboarding, ásamt Gulla Guðmundssyni, æskufélaga sínum, sem má sjá á heimasíðu þeirra, www.helgasons.com. Þá hafa þeir bræður í samstarfi við aðra rekið framleiðslu á ýmsum snjóbrettavörum undir nokkrum vörumerkjum, svo sem snjóbrettum og ýmiss konar fatnaði. Leigja íbúð í MónakóMynd/Nordic Photos/GettyÞegar þeir eru svo ekki að flakka um heiminn búa þeir í íbúð sem þeir leigja í Mónakó á suðurströnd Frakklands. Lífið er því ekki amalegt hjá þessum ungu bræður. „Þetta er bara mín vinna – það eina sem ég geri. Það er auðvitað frábært að fá að vinna við áhugamálið sitt enda hef ég rennt mér á bretti síðan ég var pínulítill," segir Halldór. „Ég get ekki kvartað."
Erlendar Innlendar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira