Í orði en ekki á borði Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun